Í vor settu ungmennafélögin Vaka, Baldur og Samhyggð upp sýninguna Stútungasögu eftir Hugleikarana Þorgeir Tryggvason, Ármann Guðmundsson, Hjördísi Hjartardóttur og Sævar Sigurgeirsson.  Vegna fjölda áskorana og einróma lofs gagnrýnenda hefur verið ákveðið að taka sýninguna upp aftur og sýna sem hér segir:

       Föstudagskvöldið 21. október kl. 21:00 í Þingborg í Hraungerðishreppi
       Sunnudagskvöldið 23. október kl. 21:00 í Þingborg í Hraungerðishreppi
       Föstudagskvöldið 28. október kl. 21:00 áHvoli á Hvolsvelli
       Sunnudagskvöldið 30. október kl. 21:00 í Hvoli á Hvolsvelli

    Einnig hefur heyrst skrafað um eina sýningu til viðbótar sem yrði í Brautartungu í Lundareykjadal fyrstu helgina í nóvember en hægt verður að spyrjast fyrir um hana í miðasölusíma.
    Stútungasaga er bráðsmellið leikrit sem byggir á fornsögunum á gamansaman hátt. Bændur berjast og brenna bæi hvers annars, gifta syni sína og dætur eftir hentugleikum og skreppa í heimsóknir til konungshjónanna af noregi inn á milli bardaga, bruna og brúðkaupa.
    Leikstjóri er Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson.

Miðapanntanir eru í síma 892-8202 eða á netfanginu  hgun@bakkar.is  
Miðaverð er 1.500 kr.