Gaman að sjá allt ganga upp
Meðlimir Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa sl. aldarfjórðung rekið leikhópinn Fire and Ice Theatre. Fulltrúi Leiklistarvefsins heimsótti leikhópinn og fékk að fylgjast með upptökum á tveimur útvarpsleikritum tengdum jólunum sem útvarpað verður uppi á velli síðar í vikunni. Vandfundið er það bæjarfélag hér á landi þar sem ekki má finna starfandi áhugaleikfélag sem sett hefur upp leiksýningar árlega jafnvel síðustu áratugina, ef ekki lengur. Þess vegna hefði það ekki átt að koma undirrituðum á óvart að komast að því fyrir skemmstu að hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli væri starfandi blómlegur áhugaleikhópur, Fire and Ice Theatre, enda minnir samfélagið á Keflavíkurflugvelli um...
Sjá meira