Author: lensherra

Mindcamp í Hafnarfjarðarleikhúsinu

Leikfélagið Sokkabandið frumsýndi þann 15. janúar sl. leikritið Mindcamp í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Það eru þeir Egill Heiðar Anton Pálsson og Jón Atli Jónasson sem leiða saman hesta sína í annað skipti í Hafnarfjarðarleikhúsinu með verkinu Mindcamp en Egill leikstýrði verki Jóns Atla, Rambo 7 sem sýnt var á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins sl. vor. Þessi sýning er unnin eftir „devised“ leikhúshefðinni þar  sem unnið er upp úr textum úr öllum áttum. Leikverkið Beðið eftir Godot sem fagnaði fimmtíu ára  afmæli á síðast ári skýtur upp kollinum í verkinu ásamt ýmsum fróðleik t.d. um hagfræði, tölfræði og sálfræði. Með hlutverk fara Jón Páll Eyjólfsson, Elma Lísa  Gunnarsdóttir, Þorsteinn Bachman og Arndís Egilsdóttir. Um tónlist sér Hallur Ingólfsson og hreyfingar Halla ...

Sjá meira

Námskeið um Öskubusku og Rossini

Öskubuska og Rossini eru meginviðfangsefni næsta námskeiðs sem Vinafélag Íslensku óperunnar og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir í sameiningu og hefst 7. febrúar nk. Skráning á námskeiðið er hafin og er skráningarfrestur til og með 20. janúar. Þrjú fyrstu kvöld námskeiðsins verður fjallað um Rossini og Öskubusku og einstakir hlutar óperunnar teknir til nánari skoðunar, með hjálp tón- og mynddæma. Síðasta kvöldið verður farið á sýningu í Óperunni þar sem færi gefst á stuttu spjalli við nokkra af aðstandendum uppsetningarinnar. Kennari á námskeiðinu er Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður.   Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning á vef Endurmenntunar...

Sjá meira

Glæpur gegn diskóinu frumsýnt

Steypibaðsfélagið Stútur í samstarfi við Vesturport og Borgarleikhúsið frumsýnir fimmtudaginn 12. janúar leikritið Glæpur gegn diskóinu á Nýja sviði Borgarleikhússins, að leikskáldinu viðstöddu. Höfundur verksins, Gary Owen, þykir eitt af áhugaverðustu og bestu leikskáldum Breta í dag. Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson. Það er laugardagskvöld, og þrír strákar reyna að skera á böndin sem hafa haldið aftur af þeim frá fæðingu, með hjálp (og hindrun) vímuefna, kvenfólks og ómótstæðilegrar tónlistar. Dauður köttur, diskókvöld sem aldrei átti sér stað, brjóstin á starfskonu tryggingastofnunar og hauslausar dúfur eru vendipunktar í þessu mannlega ferðalagi um karlmennskuna. Steypibaðsfélagið Stútur samanstendur af bekkjarbræðrum úr leiklistarskólunum, útskrifaðir árið 1998. Steypibaðsfélagið Stútur var stofnað haustið 1994 í Leiklistarskóla Íslands. Stofnfundurinn var haldinn bakvið sturtuhengið í útjaskaða búningaherbergi piltanna. Vatnsflaumurinn æddi niður úr gamaldags blöndunartækjunum, móðan settist á rúðurnar, vatnsheldu pókerspilin voru dregin upp úr plastpoka, ásamt spilapeningum sem voru yfir 40% í áfengismagni. Niðurstaðan af fundum SbfS var ætíð sú að enginn væri Steypibaðsfélaginu fremri og byrjað var að leita verkefnis sem hentaði því á fjölum leikhúsanna. Leitað var alla skólagönguna að verki sem hentaði þessum mætu drengjum. Hugmyndir voru ræddar, allt frá götuleikhúsi á ferðalagi í gegnum Evrópu til pólitískra söngleikja á Metrópólitan í Stóra Eplinu. Fjórum námsárum seinna og sjö árum, á misgóðum launum hjá hinum og þessum leikfélögum, kom Stjórnarformaðurinn af sturtugólfinu heim úr leikhúsferðalagi í útlöndum með leikrit í farteskinu sem vert...

Sjá meira

Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Carmen

Laugardaginn 14. janúar verður söngleikurinn Carmen frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins. Söngleikurinn Carmen er samstarfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins, þar sem óperunni eftir Bizet er snúið í söngleik um ástir, afbrýði og hrikaleg örlög, sem ekki verða umflúin. Ásgerður Júníusdóttir leikur Carmen. Sveinn Geirsson leikur Don José og Erlendur Eiríksson Escamillo. Með önnur hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Guðmundur Ólafsson, Kristjana Skúladóttir, Marta Nordal, Pétur Einarsson og Theodór Júlíusson. Einnig taka þátt í sýningunni átta dansarar Íslenska dansflokksins og 6 manna hlómsveit. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Ljós: Lárus Björnsson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Handrit: Guðrún Vilmundardóttir. Söngtextar: Davíð Þór Jónsson, Frank Hall, Kristján Hreinsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Sjón. Tónlistarstjóri: Agnar Már Magnússon. Danshöfundur: Stephen Shropshire. Leikstjóri Guðjón Pedersen. Sýningin tekur um tvo tíma í flutningi, með 20 mínútna...

Sjá meira

Æfingar hefjast hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar

Fyrsti samlestur á nýju barnaleikriti sem Leikfélag Hafnarfjarðar hyggst setja á fjalirnar í mars nk. verður haldinn í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar, í gamla Lækjarskóla við Skólabraut í Hafnarfirði þriðjudaginn 10. janúar kl. 20:00. Leikstjóri verksins er Ármann Guðmundsson. Mæting er öllum opinn og vill leikfélagið hvetja alla þá sem áhuga hafa á leiklist, tónlist, búningagerð, sviðsmyndasmíð eða góðum félagsskap að mæta og taka þátt í þessu ævintýri með okkur. Leikritið sem sett verður á svið er unnið upp úr barnabók eftir Ole Lund Kirkegaard og heitir á frummálinu Hodja fra Pjort. Bókin hefur verið komið út undir nafninu Hodja og Töfrateppið í  íslenskri þýðingu. Hér er um stórskemmtilegan efnivið að ræða og stefnir í hrífandi og skemmtilega...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur