Nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík frumsýna laugardaginn 22. apríl óperuna Mærþöll. Höfundur tónlistar og texta er Þórunn Guðmundsdóttir, leikstjóri er Hrefna Friðriksdóttirr og hljómsveitarstjóri Kjartan Óskarsson. maertholl1.jpgNemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík frumsýna laugardaginn 22. apríl óperuna Mærþöll. Höfundur tónlistar og texta er Þórunn Guðmundsdóttir, kennari við skólann, og hugleikari. Líkt og söngleikur hennar Kolrassa, sem sýndur var af Hugleik fyrir nokkrum árum, byggir Mærþöll á gömlu íslensku ævintýri.  Þar má finna hertoga, prins, álfkonur  og álög. Aðalpersónan er hertogadóttir sem grætur gulli í tára stað en það færir henni ekki endilega gæfu.

Þátttakendur eru ellefu söngvarar og nítján manna hljómsveit, allt nemendur í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Leikstjóri er Hrefna Friðriksdóttir, einnig hugleikari, en hún hannar einnig búninga, söngstjóri er Þórunn Guðmundsdóttir og hljómsveitarstjóri Kjartan Óskarsson.

Sýningar á Mærþöll verða einungis tvær, laugardaginn 22. apríl og sunnudaginn 23. apríl kl. 20:00 í Íslensku óperunni. Áhugasamir eru hvattir til að panta miða sem fyrst hjá Íslenskunni Óperunni í síma 511-4200 eða á opera.is.