ImageErtu 18-25 ára og hefur áhuga á söngleikjum?

Ef svarið er já, þá býður Vest-norræna ungmennaráðið til söngleikjanámskeiðs í Færeyjum í sumar.

Ungmennum á aldrinum 18-25 ára frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, 5 frá hverju landi, er boðið til námskeisins sem haldið verður dagana 12.-19. júlí 2006. Aðal kennari verður Margrét Eir, söngkona frá íslandi.

Þátttökugjald er 1.500 danskar krónur. Það innifelur ferðir, uppihald og kennslu.
Tungumálin sem notuð verða á námskeiðinu verða danska (skandinavíska) og enska.

Umsóknir um þátttöku sendist til Ungmennafélags Íslands, www.umfi.is, netfang umfi@umfi.is fyrir 20. maí 2006.