Author: lensherra

Gauragangur í Reykjadal

Leikdeild Eflingar frumsýndi söngleikinn góðkunna Gauragang, eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Jennýjar Láru Arnórsdóttur og tónlistarstjórn Péturs Ingólfssonar. Tónlistin í verkinu er eftir meðlimi í Nýdönsk. Leikritið er sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal og er það sett upp á nýstárlegan hátt þar sem leikið er í miðjum salnum en áhorfendur sitja allt í kring. Að venju sitja leikhúsgestir við lítil kaffiborð og gefst kostur á að kaupa kaffi og vöfflur af Kvenfélagi Reykdæla fyrir sýningu og í hléi. Miðinn kostar 3500 kr á fullu verði en afsláttur er veittur þeim yngri en 16 ára, eldriborgurum og öryrkjum....

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2023

Leiklistarskóli BÍL verður haldinn að Reykjum í Hrútafirði dagana 17. – 25. júní í sumar. Að þessu sinni verður boðið upp á 3 námskeið; Leiklist II, kennari Árni Pétur Guðjónsson, Leikstjórn III, kennari Jenný Lára Arnþórsdóttir og Sérnámskeið fyrir leikara undir stjórn Björns Inga Hilmarssonar. Opnað verður fyrir skráningar 10. mars. Nánari námskeiðslýsingar verða birtar hér innan...

Sjá meira

Einn fyrir alla og allir fyrir einn á Húsavík

Leikfélag Húsavíkur æfir verkið Ávaxtakörfuna um þessar mundir. Verkið er eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og tónlistin er samin af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. Margir þekkja Ávaxtakörfuna þar sem aðeins ávextir mega búa en þó leyfist einu litlu jarðarberi að dvelja þar, með því skilyrði að sjá um að allt sé hreint og fínt í körfunni. En þegar gulrót birtist allt í einu í körfunni fer allt á annan endann. Alls taka níu leikarar þátt í sýningunni og fjögurra manna hljómsveit. Þarna eru á ferðinni bæði þaulreyndir leikarar og tónlistarmenn og aðrir sem eru að stíga sín fyrstu spor á sviðinu...

Sjá meira

Leikfélag VMA sýnir hurðafarsann Bót og betrun

Leikfélag VMA frumsýnir Bót og betrun eftir Michael Cooney fös. 3. febrúar. Verkið er sprenghlægilegur hurðafarsi um svindl, svik og pretti í félagslega kerfinu. Aðalpersóna verksins er Erik Swan sem eftir að hafa verið sagt upp í vinnunni, grípur til þess ráðs að svíkja peninga út úr félagslega kerfinu á mjög svo vafasömum forsendum. Hann ætlar að láta af svikunum en það reynist þrautin þyngri enda flæktur í ótrúlegan lygavef. Leikfélag VMA hefur undanfarin ár sýnt mörg vinsæl leikrit og að þessu sinni er verkefnið kolbrjálaður hurðafarsi í leikstjórn hinnar margreyndu Sögu Geirdal Jónsdóttur. Leikfélagið ráðleggur gestum að spenna magavöðvana þegar þeir mæta...

Sjá meira

 Obbosí, eldgos! 

Obbosí, eldgos!, alvörulaus ærslaleikur með undirliggjandi náttúruvá og tengingu við handanheima lítur dagsins ljós á fjölum Halaleikhópsins föstudaginn 10. febrúar. Leikurinn flytur okkur beint inn í mikilvægustu atvinnugrein landsins um þessar mundir. Við erum stödd á bóndabæ langt frá höfuðborginni þar sem boðið er uppá bændagistingu. Allt á bænum er lífrænt vottað. Þar hefur heimasætan fengið snjalla viðskiptahugmynd til að reyna að glæða ferðamannastrauminn með auglýsingu í Bændablaðinu. Gestirnir fá góðan afslátt af gistingu og mat, ef þeir í staðinn veita einhverja þjónustu á meðan þeir dvelja. Um sama leyti fer að gjósa í nágrenninu auk þess sem þrjár...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert