Leiklistarskóli BÍL verður haldinn að Reykjum í Hrútafirði dagana 17. – 25. júní í sumar. Að þessu sinni verður boðið upp á 3 námskeið; Leiklist II, kennari Árni Pétur Guðjónsson, Leikstjórn III, kennari Jenný Lára Arnþórsdóttir og Sérnámskeið fyrir leikara undir stjórn Björns Inga Hilmarssonar. Opnað verður fyrir skráningar 10. mars. Nánari námskeiðslýsingar verða birtar hér innan tíðar.