Author: lensherra

Lokað á Þjónustumiðstöð vegna rafmagnsvinnu 28. febrúar

Lokað verður á Þjónustumiðstöð BÍL þriðjudag 28. febrúar kl. 9.00-13.00 þar sem Veitur munu loka fyrir rafmagn í húsinu vegna vinnu við jarðstreng. Opið verður kl. 13.00-16.00. Hægt er þó að hafa samband í síma 551-6974 og netfangið info@leiklist.is. Vefverslunin er svo ávallt opin allan sólarhringinn....

Sjá meira

Himinn og jörð í Húnaþingi

Leikflokkur Húnaþings vestra ætlar um komandi páska að setja upp söngleikinn Himinn og jörð í Félagsheimilinu Hvammstanga. Leikstjóri er Ármann Guðmundsson en á hann einnig heiðurinn að handritinu sem samið var sérstaklega fyrir leikflokkinn í kringum 17 lög Gunnars Þórðarsonar.  Með honum í samstarfi er kóreógraferinn Chantelle Carey ásamt hljómsveitar- og kórstjóranum Ingibjörgu Jónsdóttur.  Um 40 þátttakendur er í verkefninu sem hefur verið í vinnslu síðan í byrjun Covid.  Hér er því enn ein viðbótin við söngleikjabanka leikflokksins. Hægt verður að panta miða á adgangsmidi.is frá og með 1. mars nk. Sýningar verða 5.-10....

Sjá meira

Vitleysingar á svið

Nú styttist óðum í frumsýningu leikfélags Ungmennafélags Gnúpverja 2023 á leikritinu ,,Vitleysingarnir” sem er fjörugt, fyndið og krassandi stykki eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ólafur Haukur er þjóðinni að góðu kunnur fyrir sínar fjölmörgu skáldsögur, ljóðabækur og smásögur en einnig mörg vinsæl leikrit fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Þó leikritið Vitleysingarnir hafi verið skrifað fyrir rúmum tveimur áratugum á það vel við enn þann dag í dag og varpar skoplegri sýn á samfélagið með persónum sem auðvelt er að tengja við, jafnvel þó árið sé nú 2023. Verkið sýnir á gamansaman hátt hvernig hið daglega amstur og hraðinn á gervihnattaöld gefur...

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2023

STARFSTÍMI SKÓLANS ER 17. – 25. JÚNÍ 2023 AÐ REYKJASKÓLA Í HRÚTAFIRÐI. — Smella hér til að sækja um! — KVEÐJA FRÁ SKÓLANEFND Kæru leiklistarvinir! Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og sjötta sinn. Skólinn blómstar sem aldrei fyrr og við sjáum fram á mikla sköpun, metnað og gleði í sumar. Að þessu sinni verða þrjú fjölbreytt námskeið í boði. Árni Pétur Guðjónsson mun endurnýja kynni sín við skólann og kenna Leiklist II sem er framhald af Leiklist I sem Ólafur Ásgeirsson kenndi í fyrra....

Sjá meira

Dýrin í Hálsaskógi í Mosfellsbæ

Leikfélag Mosfellssveitar frumsýndi hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjørn Egner í lok janúar. Sýnt verður fram í apríl. Dýrin í Hálsaskógi er sennilega vinsælasta barnaleikrit allra tíma á Íslandi og íslensk börn hafa kynnst  lífinu í skóginum og skemmtilegum karakterum á borð við hinn söngelska Lilla klifurmús og hinn lævísa Mikka ref, kynslóð eftir kynslóð. Leikstjóri sýningarinnar er Birna Pétursdóttir, tónlistarstjóri er Sigurjón Alexandersson og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga. Sýningar eru í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 14. Miðasala er á tix.is. Nánar á Facebook síðu...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur