Leikfélag Mosfellssveitar frumsýndi hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjørn Egner í lok janúar. Sýnt verður fram í apríl. Dýrin í Hálsaskógi er sennilega vinsælasta barnaleikrit allra tíma á Íslandi og íslensk börn hafa kynnst  lífinu í skóginum og skemmtilegum karakterum á borð við hinn söngelska Lilla klifurmús og hinn lævísa Mikka ref, kynslóð eftir kynslóð.

Leikstjóri sýningarinnar er Birna Pétursdóttir, tónlistarstjóri er Sigurjón Alexandersson og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga. Sýningar eru í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 14.

Miðasala er á tix.is. Nánar á Facebook síðu leikfélagsins.