Leikflokkur Húnaþings vestra ætlar um komandi páska að setja upp söngleikinn Himinn og jörð í Félagsheimilinu Hvammstanga. Leikstjóri er Ármann Guðmundsson en á hann einnig heiðurinn að handritinu sem samið var sérstaklega fyrir leikflokkinn í kringum 17 lög Gunnars Þórðarsonar.  Með honum í samstarfi er kóreógraferinn Chantelle Carey ásamt hljómsveitar- og kórstjóranum Ingibjörgu Jónsdóttur.  Um 40 þátttakendur er í verkefninu sem hefur verið í vinnslu síðan í byrjun Covid.  Hér er því enn ein viðbótin við söngleikjabanka leikflokksins.

Hægt verður að panta miða á adgangsmidi.is frá og með 1. mars nk.
Sýningar verða 5.-10. apríl.