Author: lensherra

Aðalfundur BÍL í Neskaupstað

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga var haldinn í Neskaupstað um helgina. Guðfinna Gunnarsdóttir lét af störfum sem formaður og Ólöf Þórðardóttir var kjörin í hennar stað. Fundurinn gekk í alla staði vel fyrir sig og vel staðið að allri skipulagningu hjá Leikfélagi Norðfjarðar sem var gestgjafi. Vala Fannel frá Þjóðleikhúsinu mætti á fundinn og skýrði frá vali á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins en það var sýning Leikfélags Vestmannaeyja á Rocky Horror. Aðalfundargerð verður birt hér á vefnum innan skamms og upplýsingar um nýja stjórnarmenn verða jafnframt uppfærðar á síðu...

Sjá meira

Leikfélag Vestmannaeyja í Þjóðleikhúsið

Rocky  Horror, sýning Leikfélags Vestmannaeyja varð fyrir valinu sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2023. Vala Fannel dómnefndarfulltrúi tilkynnti valið á hátóiðakvöldverði eftir aðalfund Bandalags íslenskra leikfélaga í Neskaupstað. Umsögn dómnenfdar fer hér á eftir: Val Þjóðleikhússins á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins hefur nú farið fram í þrítugasta og fyrsta sinn. Að þessu sinni sóttu alls tólf leikfélög um að koma til greina við valið með þrettán sýningar. Formaður dómnefndar var Vala Fannell, en með henni í dómnefnd sátu Elísa Sif Hermannsdóttir sýningarstjóri og Almar Blær Sigurjónsson leikari. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að velja sem athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2022-2023 sýningu...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur