Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga var haldinn í Neskaupstað um helgina. Guðfinna Gunnarsdóttir lét af störfum sem formaður og Ólöf Þórðardóttir var kjörin í hennar stað. Fundurinn gekk í alla staði vel fyrir sig og vel staðið að allri skipulagningu hjá Leikfélagi Norðfjarðar sem var gestgjafi. Vala Fannel frá Þjóðleikhúsinu mætti á fundinn og skýrði frá vali á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins en það var sýning Leikfélags Vestmannaeyja á Rocky Horror. Aðalfundargerð verður birt hér á vefnum innan skamms og upplýsingar um nýja stjórnarmenn verða jafnframt uppfærðar á síðu stjórnar.