Author: lensherra

Hugleikur sýnir Í öruggum heimi

Leikfélagið Hugleikur frumsýnir Í öruggum heimi – stuttverk Júlíu Hannam, þann 4. nóvember. Júlía Hannam er höfundur sex stuttverka sem munu gleðja áhorfendur og aðdáendur Leikfélagsins Hugleiks nú í nóvemberbyrjun. Júlía lærði leiklist í The Stage Group Theatre í San Francisco stuttu eftir menntaskóla. Eftir að heim kom stofnaði hún fjölskyldu og dreif sig síðan í nám í viðskiptafræði og vann við það í mörg ár. Leiklistaráhuginn var þó alltaf fyrir hendi og um miðjan tíunda áratuginn kynntist hún leikfélaginu Leyndum draumum þar sem hún síðan varð félagi og fljótlega formaður. Nokkrum árum síðar lá leiðin í Hugleik en þar...

Sjá meira

Þjófar og lík í Kópavogi

Leikfélag Kópavogs frumsýnir Þjófa og lík, tvo einþáttunga eftir Dario Fo, sunnudaginn 30. október. Leikþættirnir eru Lík til sölu í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði í leikstjórn Sigrúnar Tryggvadóttur. Nóbelsskáldið Dario Fo þarf vart að kynna enda hafa leikverk hans notið mikillar hylli hérlendis í gegnum tíðina. Spilling valdsins er rauður þráður í mörgum verka Dario Fo. Þau einkennast af bítandi húmor í garð valdhafa, hvort sem það er lögreglan, kaþólska kirkjan eða stjórnmálamenn. Þau eru einnig innblásin af ítaslksri leikhúshefð ekki síst Commedia dell’arte. Alls taka 13 leikarar þátt í...

Sjá meira

Ársrit 2022

Upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna leikárið 2021-22 Ársrit 2022 vefútgáfa

Sjá meira

Ávaxtakarfan í Eyjum

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir Ávaxtakörfuna sívnsælu eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, föstudaginn 28. október. Tónlistin í verkinu er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Leikstjóri sýningarinnar er Ólafur Jens Sigurðsson sem vinnur nú með félaginu í fjórða sinn en u.m 30 manns koma að uppfærslunni á einn eða annan hátt. Frumsýning er á föstudag kl. 20.00 og síðan verður sýnt laugardaga og sunnudaga kl. 15:00. Miðapantanir eru í síma 852-1940 alla daga frá kl 10:00 – kl 20:00. Miðaverð 3.900 kr. Miðasalan sjálf opnar svo eins og ávalt 1 ½ klst fyrir sýningar. Frekari upplýsingar má sjá á Facebook síðu leikfélagsins.  Myndina tók Sæþór...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert