Author: lensherra

Vitleysingar á svið

Nú styttist óðum í frumsýningu leikfélags Ungmennafélags Gnúpverja 2023 á leikritinu ,,Vitleysingarnir” sem er fjörugt, fyndið og krassandi stykki eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ólafur Haukur er þjóðinni að góðu kunnur fyrir sínar fjölmörgu skáldsögur, ljóðabækur og smásögur en einnig mörg vinsæl leikrit fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Þó leikritið Vitleysingarnir hafi verið skrifað fyrir rúmum tveimur áratugum á það vel við enn þann dag í dag og varpar skoplegri sýn á samfélagið með persónum sem auðvelt er að tengja við, jafnvel þó árið sé nú 2023. Verkið sýnir á gamansaman hátt hvernig hið daglega amstur og hraðinn á gervihnattaöld gefur...

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2023

STARFSTÍMI SKÓLANS ER 17. – 25. JÚNÍ 2023 AÐ REYKJASKÓLA Í HRÚTAFIRÐI. — Smella hér til að sækja um! — KVEÐJA FRÁ SKÓLANEFND Kæru leiklistarvinir! Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og sjötta sinn. Skólinn blómstar sem aldrei fyrr og við sjáum fram á mikla sköpun, metnað og gleði í sumar. Að þessu sinni verða þrjú fjölbreytt námskeið í boði. Árni Pétur Guðjónsson mun endurnýja kynni sín við skólann og kenna Leiklist II sem er framhald af Leiklist I sem Ólafur Ásgeirsson kenndi í fyrra....

Sjá meira

Dýrin í Hálsaskógi í Mosfellsbæ

Leikfélag Mosfellssveitar frumsýndi hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjørn Egner í lok janúar. Sýnt verður fram í apríl. Dýrin í Hálsaskógi er sennilega vinsælasta barnaleikrit allra tíma á Íslandi og íslensk börn hafa kynnst  lífinu í skóginum og skemmtilegum karakterum á borð við hinn söngelska Lilla klifurmús og hinn lævísa Mikka ref, kynslóð eftir kynslóð. Leikstjóri sýningarinnar er Birna Pétursdóttir, tónlistarstjóri er Sigurjón Alexandersson og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga. Sýningar eru í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 14. Miðasala er á tix.is. Nánar á Facebook síðu...

Sjá meira

Gauragangur í Reykjadal

Leikdeild Eflingar frumsýndi söngleikinn góðkunna Gauragang, eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Jennýjar Láru Arnórsdóttur og tónlistarstjórn Péturs Ingólfssonar. Tónlistin í verkinu er eftir meðlimi í Nýdönsk. Leikritið er sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal og er það sett upp á nýstárlegan hátt þar sem leikið er í miðjum salnum en áhorfendur sitja allt í kring. Að venju sitja leikhúsgestir við lítil kaffiborð og gefst kostur á að kaupa kaffi og vöfflur af Kvenfélagi Reykdæla fyrir sýningu og í hléi. Miðinn kostar 3500 kr á fullu verði en afsláttur er veittur þeim yngri en 16 ára, eldriborgurum og öryrkjum....

Sjá meira

Leiklistarskóli BÍL 2023

Leiklistarskóli BÍL verður haldinn að Reykjum í Hrútafirði dagana 17. – 25. júní í sumar. Að þessu sinni verður boðið upp á 3 námskeið; Leiklist II, kennari Árni Pétur Guðjónsson, Leikstjórn III, kennari Jenný Lára Arnþórsdóttir og Sérnámskeið fyrir leikara undir stjórn Björns Inga Hilmarssonar. Opnað verður fyrir skráningar 10. mars. Nánari námskeiðslýsingar verða birtar hér innan...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert