Vitleysingar á svið
Nú styttist óðum í frumsýningu leikfélags Ungmennafélags Gnúpverja 2023 á leikritinu ,,Vitleysingarnir” sem er fjörugt, fyndið og krassandi stykki eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ólafur Haukur er þjóðinni að góðu kunnur fyrir sínar fjölmörgu skáldsögur, ljóðabækur og smásögur en einnig mörg vinsæl leikrit fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Þó leikritið Vitleysingarnir hafi verið skrifað fyrir rúmum tveimur áratugum á það vel við enn þann dag í dag og varpar skoplegri sýn á samfélagið með persónum sem auðvelt er að tengja við, jafnvel þó árið sé nú 2023. Verkið sýnir á gamansaman hátt hvernig hið daglega amstur og hraðinn á gervihnattaöld gefur...
Sjá meira