Ársrit 2023
Ársrit 2023 – vefútgáfa
Sjá meiraLeiklistarvefurinn | okt 18, 2023 | Fréttir |
Leikfélag Hveragerðis sýnir um þessar mundir söngleikinn vinsæla um Litlu Hryllingsbúðina. Litla Hryllingsbúðin er sígildur söngleikur, fullur af húmor, góðri tónlist, heillandi persónum og krassandi söguþræði. Baldur Snær þrælar alla daga í blómabúð Markúsar á Skítþró og dreymir um ástir Auðar, en hún er í tygjum við leðurklæddan tannlækni með kvalalosta. Dag einn uppgötvar Baldur dularfulla plöntu sem á eftir að breyta lífi hans. Leikstjóri er Jóel Sæmundsson. Miðasala er á Tix.is. Nánari upplýsingar um hópasýningar og tilboð veitir María í síma...
Sjá meiraLeiklistarvefurinn | okt 17, 2023 | Fréttir |
Hugleikur stendur fyrir tveggja daga námskeiði í leikhúsbrellum (special effects) í förðun lau. 21. og sun. 22. október. Þátttakendur læra að nota latex og vax við sáragerð og aðrar leikhúsbrellur. Þau læra um bestu aðferðir og val á réttum litum fyrir marbletti, sár, hrukkur og fleira. Vilji þátttakendur fræðast um fleiri atriði í leikhúsförðun gefst færi á umræðum og mögulega sýnikennslu tengt þeim. Leiðbeinandi er Ninna Karla Katrínar en hún hefur hefur mikla reynslu af leikhúsförðun og er m.a. með diplómu í listförðunarfræði frá MASK Makeup & Airbrush Academy. Skipulag námskeiðs: Laugardagur kl. 11-15 – Ninna verður með sýnikennslu í...
Sjá meiraLeiklistarvefurinn | okt 16, 2023 | Fréttir |
NEATA Network verkefninu lauk í Reykjavík í síðustu viku. NEATA eða Norður-Evrópsku Áhugaleikhússamtökin eru samstarfsvettvangur áhugaleikhússambanda á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Síðastliðið ár hafa fulltrúar NEATA-landanna níu, unnið að því að styrkja tengslanetið ásamt því að þróa nýjar leiðir til að vinna saman. Fulltrúarnir funduðu í Helsinki síðastliðið haust, í Vilnius í mars og lokahnykkurinn var í Reykjavík í síðustu viku. Afrakstur verkefnisins er m.a. sá að skerpt hefur verið á tilgangi og markmiðum samtakanna og grunnur lagður að ýmsum sameiginlegum verkefnum næstu árin. Aled Rhys-Jones, forseti alþjóðaáhugaleiksambandsins AITA/IATA sat fundinn sem gestur. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra bauð hópnum í móttöku meðan...
Sjá meiraLeiklistarvefurinn | okt 16, 2023 | Fréttir |
Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi söngleikinn um Benedikt búálf síðastliðinn föstudag. Benedikt búálf þekkja vel flestir, um er að ræða einn allra þekktasta barnasöngleik þjóðarinnar og skemmtilegt ævintýri eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson með grípandi lögum og tónlist sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gerði og söngtextar eftir Andreu Gylfadóttir og Karl Ágúst Úlfsson. Sýningin var fyrst sett upp á Íslandi árið 2002 í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar. Síðan hefur hún margoft verið sett upp út um allt land, þar á meðal hjá Leikfélagi Akureyrar. Nú er komið að því að Leikfélag Sauðárkróks takist á við þetta stóra verkefni og hafa þau verið síðasta mánuðinn...
Sjá meira
Thin & Fix - fyrir FX Design Colors
kr.2.190
FX Design Color - Tattoolitir
kr.990
Glatzan - fyrir þunnar skallahettur
Eyru latex
kr.3.240
Sugar Skull Kit
kr.8.320
Vatnslitabox Grimas - 6 eða 12 litir, Standard eða XL
kr.4.790 – kr.19.900
Gerviauga
kr.1.970