Kirkjugarðsklúbburinn frumsýndur hjá Halanum
Halaleikhópurinn frumsýnir bandaríska gamanleikritið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Menchell fös. 8. mars. Leikstjóri er Pétur Eggerz og þýðandi verksins er Elísabet Snorradóttir, Leikritið fjallar af einstakri næmni og kímni um þrjár miskátar ekkjur. Þær hafa verið vinkonur árum saman og hafa nú misst lífsförunauta sína. Hver og ein þeirra hefur fundið sína leið til þess að takast á við sorgina. Lífið heldur áfram þrátt fyrir allt. Einu sinni í mánuði fara vinkonurnar saman í kirkjugarðinn að vitja leiða eiginmannanna. Dag nokkurn hitta þær fullorðinn ekkil í garðinum og þar með lenda vinkonurnar í óvæntri krísu. Ná tryggðaheit hjónabandsins út yfir...
Sjá meira


