Author: lensherra

Lokað fim-fös í Þjónustumiðstöð

Lokað verður í Þjónustumiðstöð og Leikhúsbúðinni fim. 23. og fös. 24. nóvember. Erindum í tölvupósti á info@leiklist.is verður þó svarað eins og kostur er. Hægt er að panta vörur í vefverslun og verða þær sendar eftir...

Sjá meira

Leikfélagið Lauga sýnir Bréf frá Önnu

Leikfélagið Lauga frumsýndi leikritið Bréf frá Önnu, í félagsheimilinu Klifi þann 17. nóvember síðastliðinn. Þetta er önnur leiksýningin sem félagið setur upp en það var stofnað á síðasta ári. Fyrsta sýning félagsins var farsinn Sex í sama rúmi og var hún afar vel heppnuð. Að þessu sinni var ákveðið að fara í allt aðra átt í verkefnavali og fyrir valinu varð Bréf frá Önnu,  sakamálaleikrit af gamla skólanum.þar sem áhorfendur eru alla sýninguna að reyna að komast að því hver morðinginn er. Verkið er því afar spennandi en um leið er losað reglulega um hláturtaugarnar. Það eru margar hendur...

Sjá meira

Jólasaga í Reykjanesbæ

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi jólasöngleikinn Jólasaga í Aðventugarðinum síðastliðið föstudagskvöld. Verkið er byggt á hinu sígilda jólaleikriti Jólasögu Charles Dickens en búið er að gera nýja leikgerð, setja í nútímabúning og staðfæra verkið á Suðurnesin. Leikgerðina unnu þau Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson. Leikhópurinn samanstendur af 22 leikurum og þar af eru 15 börn á grunnskólaaldri. Þá taka einnig þátt 22 manna hópur barna úr Regnbogaröddum, barnakórs Keflavíkurkirkju, undir stjórn Freydísar Kneifar Kolbeinsdóttur. Kórinn skiptir sér niður á sýningar og því eru u.þ.b. 33 einstaklingar á sviðinu á hverri sýningu. Það er alltaf líf og fjör í Frumleikhúsinu...

Sjá meira

Gosi í Eyjum

Leikfélag Vestmannaeyja sýnir um þessar mundir hinn bráðskemmtilega söngleik um spýtukallinn Gosa. Gosi er gömul og falleg saga um spýtudreng sem leggur af stað í mikið ævintýri til að læra hvað það þýðir að vera alvöru drengur. Hann lærir hvað tilfinningar eru og að hver og ein þeirra er sérstök. Hann lærir einnig á freistingar lífsins eins og frægð, frama og auð, hvenær má láta freistast og hvenær ekki. Umfram allt snýst leikritið Gosi þó um mikilvægi þess að eiga góða að, til dæmis foreldra eða vin.  María Sigurðardóttir leikstýrir sýningunni sem er leikgerð Karls Ágústs Úlfssonar á upprunalegri...

Sjá meira

Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit

Freyvangsleikhúsið frumsýnir barnaleikritið Bangsímon og Grísling í jólasveinaleit föstudag 17. nóvember. Um er að ræða frumsamið verk eftir Jóhönnu S. Ingólfsdóttur sem byggir á hinum ástsælu Bangsímon og Gríslingi eftir A.A.Milne. Bangsímon er löngu heimsfrægur, ekki síst í gegnum Disney-myndirnar um hann en í sýningu Frevangsleikhússins  blandast sagan saman við klassískar íslenskar verur sem allir þekkja. Í stuttu máli er söguþráðurinn á þá leið að Bangsímon og Gríslingur eru komnir alla leið til Íslands til þess að finna íslensku jólasveinana, eftir að þeir fréttu af því að á Íslandi væru hvorki meira né minna en 13 jólasveinar. Þegar sagan...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert