systurlít.jpgAllra síðasta tækifæri til að sjá hina margverðlaunuðu sýningu Hugleiks, Systur, gefst í Möguleikhúsinu föstudagskvöldið 27. október nk. Þetta er aukasýning og enn er hægt að fá miða. Þá gildir hið vinsæla "systratilboð" ennþá, en samkvæmt því greiða systrahópar aðeins fyrir einn miða óháð fjölda systranna.

Miðapantanir eru á www.hugleikur.is eða í síma 551 2525.