Arty Hour er að sanna sig sem vettvangur listamanna til að segja frá sér og kynnast verkum annarra. Eftir því sem verkin þróast er skemmtilegt að fylgjast með breytingunum, sjá þróunina úr hugmyndum í heil atriði úr verkunum.

Fjórða listastundin verður haldin 19. júní í Tjarnarbíó. Sumir þeirra sem koma fram munu segja frá þróun verks frá því á Arty Hour #2 og sum munu kynna sig og verk sín í fyrsta sinn.

 Stíga munu á stokk:

* Leikhópurinn Ráðhildur með verk sitt Golden Age

* Leikhópurinn Auðlind með nýtt leikverk, Róðarí, sem þau eru byrjuð að æfa

* Ásrún & Alex munu segja frá þróun dansverksins Popstar Dance Project

* Leikhópurinn Glenna mun kynna nýtt verkefni, Útlenska drenginn

* Nikhil Nathan Kirsh er byrjaður að mála uppi í Svítu (fyrir ofan innganginn) og ætlar að segja okkur hvernig það gengur.

 19. júní, kl. 20:00. Facebook-viðburður.