Ungmennafélag Reykdæla frumflutti föstudaginn 2. mars revíuna Ekki trúa öllu sem þú heyrir (og ekki trúa öllu sem þú sérð) í Logalandi í Reykholtsdal. Handrit og lagatextar eru eftir Bjartmar Hannesson bónda og skáld á Norður Reykjum í Hálsasveit. Það verður að teljast til viðburða þegar áhugamannaleikhús frumflytur rammíslenska revíu. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson.

í verkinu er eins og í öllum góðum revíum, gert grín að heimamönnum í nútíð, þátíð og jafnvel framtíð. Egill Skallagrímsson sjálfur er kominn á vettvang og kynnir áhorfendum sögusviðið: Borgarfjörður, landnám Skallagríms árið 2012. Ýmsum kunnuglegum persónum bregður fyrir og léttleikinn er alltaf til staðar þótt líka sé fast skotið. Embættismenn héraðsins hitta kynlega kvisti um leið og þeir gera sitt besta til að sinna störfum sínum. Bændur eru sumir erfiðir og láta illa að stjórn. Sveitarstjórnin er sundurleit og þar eiga menn erfitt með að yfirgefa pólitíska stóla til að fjalla óhlutbundið um dagfarsleg málefni.

Næstu sýningar verða:
3. sýning þriðjudaginn 6. mars,
4. sýning fimmtudaginn 8. mars,
5. sýning laugardaginn 10. mars.

Miðapantanir eru hjá Önnu Dís í síma 865-4227. Miðaverð er 2500 kr. en 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri.

Hægt er að lesa meira um sýninguna hér á skessuhorn.is

{mos_fb_discuss:2}