Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 2019 verður haldinn á Húsavík dagana 4.-5. maí nk.
Aðalfundurinn verður settur kl. 9.00 laugardaginn 4. maí og honum slitið um hádegisbil sunnudaginn 5. maí. Dagskrá aðalfundar er að finna í lögum Bandalagsins.
Matur, gisting og fundur verður á Hótel Húsavík.
Verð miðað við 1 mann í 2ja manna herbergi 3. – 5. maí er 31.500 kr. Innifalið er:
Gisting í 2 nætur, kvöldmatur föstudag, morgunverðarhlaðborð, hádegismatur og kaffiveitingar á laugardag og hátíðarkvöldverður. Hádegismatur og kaffiveitingar sunnudag.
Heimamenn verða með dagskrá fyrir okkur á föstudagskvöld þar sem þau m.a. sýna senur úr BarPar eftir Jim Cartwright.
Þeir sem vilja sækja fundinn en ekki gista og/eða taka allan pakkann þurfa að hafa samband við Þjónustumiðstöð í info@leiklist.is.
Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum laugardaginn 4. maí. Frestur til að senda inn umsóknir rennur út mánudaginn 23. apríl. Sækja skal um í Umsóknarkerfinu á Leiklistarvefnum, sami aðgangur og til að sækja um ríkisstyrkina. Bæði umsóknarformin eru opin og upplagt að fara að færa inn upplýsingar um sýningar leikársins sem fyrst. Innskráning hér.
Tilkynnið þátttöku á aðalfundi fyrir 19. apríl og endilega raðið sjálf á herbergi ef möguleiki er. Vinsamlegast greiðið þátttökugjaldið um leið inn á reikning 0334-26-5463, kt. 440169-0239 og látið bankann senda kvittun á netfangið info@leiklist.is.
ATH! Verið er að athuga hvort hægt er að fá tilboð í flug. Það verður auglýst fljótlega.