Leikfélag Hafnarfjarðar frumssýnir leikritið Logskerann eftir Magnús Dalhström í gömlu Vélsmiðju Hafnarfjarðar (Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti) föstudaginn 31. maí kl 20.00. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson og leikendur eru Gísli Björn Heimissson og Halldór Magnússon. Í tilefni Bjartra Daga í Hafnarfirði sem hefjast 31. maí þá eru allir boðnir velkomnir án endurgjalds á frumsýninguna 31 maí. Húsið verður opnað kl. 19.00.

Leikritið gerist í búningsherbergi í járnsmiðju þar sem Jonni og Úlli hafa báðir hafa tekið sér frí á miðjum degi. Ljóst verður í upphafi leikritsins að vinskapur þeirra er ekki eins og best verður á kosið og þeir rífast stanslaust. Jonni sakar Úlla um það að hafa gleymt að skrúfa fyrir gasið á logskeranum áður en hann fór, en Úlli neitar því og sakar Jonna um að hafa verið að nota logskerann seinastur manna. Spennan magnast jafnt og þétt eftir því sem á verkið líður og stóra spurningin er hvort að gasið leki eða ekki.

Næstu sýningar verða síðan á Sjómannadaginn 2. júní  kl 20.00 og miðvikudaginn 6. júní kl. 20.00. Miðaverð á þær sýningar er 1.500 kr. Miðapantanir eru hjá Gaflaraleikhúsinu í síma 565 5900 og midasala@gaflaraleikhusid.is