Stúdentaleikhúsið frumsýnir kolsvörtu kannibalkómedíuna Igíl Redug miðvikudaginn 23. janúar.

Leifur er búinn að skipuleggja hið fullkomna kvöld og býður afar sérstökum gesti. Kvöldið fer þó ekki eins og Leifur hafði óskað sér og er ástæðuna að finna lengst aftur í mannkynssögunni.

Igíl Redug er skrifað og leikstýrt af Natani Jónssyni og hópurinn samanstendur af 14 bráðefnilegum leikurum. Frumsýning er 23. janúar eins og áður sagði og eru 8 sýningar áætlaðar. Sýnt er á Garðatorgi 1 í Garðabæ.

Miðasala fer fram hjá TIX  og hægt er að fylgjast nánar með á Facebooksíðu verksins.