Vegna góðrar aðsóknar verður haldin aukasýning á leikritinu Tröllaperu á Grand Rokk á fimmtudaginn klukkan 21. Sýningin hefur hlotið mjög góðar viðtökur og þykir bregða skemmtilegu ljósi á hina íslensku jólasveina og fjölskyldu þeirra. Sótt er í íslenska sagnahefð í leikritinu, en þar segir frá matarboði á heimili Grýlu og Leppalúða kvöldið áður en fyrsti jólasveinninn fer til byggða. Heimilið er kannski ekki eins og menn eiga að venjast, á um margt meira skylt við lágmenningu þá er kennd hefur verið við „white-trash" en íslenska sauðskinnsskó og vaðmálsstakka. Höfundur er Jón Benjamín Einarsson og höfundur sönglaga er Bjögúlfur Egilsson. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. Miðaverð kr. 1.000.

 

{mos_fb_discuss:2}