Leikfélag Dalvíkur frumsýnir „Heilmikið sokka sokk“  eftir Katrínu Sif Ingvarsdóttur og Ösp Eldjárn miðvikudaginn 3. apríl. Öll tónlist í verkinu er einnig eftir Ösp Eldjárn og eiga þær stöllur saman textana. Sýningin gerist í „Landi hina stöku sokka“ þar sem sokkar eiga það til að hverfa úr þvottavélum heimilanna og enda stakir.

Fylgst er með sokkunum Jamma og Sillu og hvernig þeim reiðir af eftir að þau enda þarna saman og þurfa að takast á við hluti eins og að vera flokkaðir gegn sínum vilja, einræðisherra með flokkunaráráttu og sokka sem hafa sætt sig við ástandið. Þessi sýning er fyrir fólk á öllum aldri og er miðasala hjá Leikfélagi Dalvíkur í síma 868-9706 á milli 16:00 – 21:00.

Frumsýning er 3. apríl kl. 17.30 en annars verða sýningar verða sem hér segir:

Fim. 4. apríl kl. 17.30
Fös. 5. apríl kl. 17.30
Lau. 7. apríl kl. 14.00
Lau. 7. apríl kl. 16.00