Dagana 26. og 27. ágúst, kl: 20:00, sýnir leikhópurinn Bottlefed leikverkið Hold me until you break í Iðnó við Vonarstræti. Hold Me Until You Break er spunnin sýning um ást og sambönd, þar sem leikarar, lifandi tónlist, hönnun og lýsing gegna jafn mikilvægum hlutverkum. Leikstjóri er Kathrin Yvonne Bigler. Sýningin er á dagskrá artFart leiklistarhátíðarinnar.
Grundvallarhugmyndin á bak við vinnuna snýst um örþreytu leikaranna, sem kallar fram raunverulegar tilfinningar sem þeir finna í augnablikinu. Verkið sækir styrk sinn jafnt í síbreytileika mannlegra tilfinninga sem og spuna. Það getur ekki verið sett inn í fyrirfram ákveðinn ramma – ekki frekar en ástin eða manneskjan sem maður elskar; sem bæði þróast og taka breytingum með tímanum.
Leiksýning sem breytist í hvert skipti sem hún er sýnd og er þar af leiðandi einstök upplifun, jafnt fyrir áhorfendur sem og leikendur. Spuni sækir styrk sinn í leikgleði, áhættu og þá staðreynd að nákvæm endurtekning er ómöguleg – líkt og með ástina. Einlæg. Minimalísk. Hrá. Djörf.
Leikarar eru Ástþór Ágústsson, Agnes Brekke, Shu-Yi Chin, Rebeca Fernandez Lopez, Catherine Lake, Tom Mitchell, Vala Ómarsdóttir, Irene Wernli.
Tónlist: Kobayashi (Philipp Moll: double bass, Lawrence Williams (electronics/sax)
Búningar: Natasa Stamatari
Ljósahönnuður: Marco Antoni Cifre Quatresols
Sviðsmynd: Micha Macher
Miðasala: 562-9700 eða www.midi.is, verð: 1500 kr.