Leikárið byrjað hjá Leikfélagi Ölfuss

Leikárið byrjað hjá Leikfélagi Ölfuss

Leikfélag Ölfuss hefur hafið æfingar á leikritinu Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Bachman. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson sem einnig stýrði uppfærslu félagsins síðasta vetur á hinu óborganlega gamanleikriti Blúndum og blásýru. Frumsýnt verður fyrir áramótin og verða sýningartímar auglýstir síðar.

Mikill áhugi er á starfsemi félagsins um þessar mundir og er gaman að segja frá því að í fyrsta sinn frá endurreisn félagsins árið 2006 er hægt að velja úr hópi karlmanna sem keppast um að komast á svið. Það verður því án efa spennandi að fylgjast með LÖ í vetur.

{mos_fb_discuss:2}
0 Slökkt á athugasemdum við Leikárið byrjað hjá Leikfélagi Ölfuss 244 26 ágúst, 2009 Allar fréttir ágúst 26, 2009

Áskrift að Vikupósti

Karfa