Helgina 5. – 6. desember stendur leikdeild Ungmennafeálgsins Skallagríms fyrir leiklistarnámskeiði í Borgarnesi. Námskeiðið verður haldið í félagsmiðstöðinni Mími í Menntaskóla Borgarfjarðar, kennari er Rúnar Guðbrandsson. Námskeiðið er frá 9-17 laugardag og sunnudag og er hádegismatur innifalinn í verði. Þátttökugjald er 3.000 kr. og greiðist á staðnum.
Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í uppsetningu með leikdeildinni eftir áramót eru eindregið hvattir til að mæta. Rúnar kemur til með að leikstýra hópnum þegar æfingar hefjast í janúar og þeir sem mæta á námskeiðið auka möguleika sína á því að fá hlutverk.
Skráning er hjá Hörpu á netfangið harpaei@simnet.is og hjá Þresti í síma 848-9043
Vonumst til að sjá sem flesta
Stjórn Leikdeildar UMF. Skallagríms