Fimmtudaginn 8. júní klukkan 20 verður dansleikhús/samkeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins haldin í fjórða skipti. Þar fá upprennandi dansleikhúshöfundar úr ýmsum áttum (dansarar, leikarar, listamenn…) 25 klukkustundir til að skapa stutt dansleikhúsverk. Að sýningu verkanna lokinni verður skorið úr um hvert verkanna er best. 25timar06st.jpgFimmtudaginn 8. júní klukkan 20 verður dansleikhús/samkeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins haldin í fjórða skipti. Þar fá upprennandi dansleikhúshöfundar úr ýmsum áttum (dansarar, leikarar, listamenn…) 25 klukkustundir til að skapa stutt dansleikhúsverk. Að sýningu verkanna lokinni verður skorið úr um hvert verkanna er best.
 
Tilgangur keppni af þessu tagi er að  styðja undir dansleikhúsformið og kanna möguleika þess. Hugmyndin í ár er að taka enn eitt skrefi í átt að öflugu íslensku dansleikhúsi þar sem eitt verk verður valið til frekari þróunar að keppni lokinni.
 
Skipuð dómnefnd velur þrjú verk til verðlauna, áhorfendur eitt og í ár munu aðstandendur keppninnar velja eitt verk til frekari vinnslu í húsinu. Verðlaunin eru vegleg peningaverðlaun.

Verkin 9 sem sem keppa eru:

Teldu mig með – Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman & Ólöf Ingólfsdóttir

Elsku Bróðir – Steinunn Ketilsdóttir

Blind Ást – Rebekka Rán Samper

Tommi og Jenni – Stefán Hallur Stefánsson, Halldóra Malín Pétursdóttir & Elma Backman

Boðorðin 10 – Marta Nordal

Guðæri- Ólafur Darri Ólafsson & Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Dillir dó og Dummi – Benóný Ægisson

Shoe size nine months – Peter Andersson

Stigma- Andreas Consantinou