Svartlyng, sótsvartur gamanleikur eftir Guðmund Brynjólfsson í uppsetningu leikhópsins Gral, verður frumsýndur í Tjarnarbíói föstudaginn 21. september kl. 20.00.

Í Lagadeild Háskóla Íslands er þrískipting valdins útskýrð með þessum hætti: „Svartlyng-ættin á dómstólana, Svartlyng-ættin á stjórnarráðið og Svartlyng-ættin á löggjafarþingið.“ Hinu er sleppt, að Flokkurinn mannar öll embætti í nafni Svartlyngs-ættarinnar enda á hún Flokkinn.

Þegar dregur til tíðinda í stjórnarráðinu og ríkisstjórn Svartlynga riðar til falls ákveður hæstvirtur ráðherra Hermann Svartlyng að ráða til sín gluggaþvottamann til að sýna að það er jú allt uppi á borðum og allt gjörsamlega gegnsætt í  ráðuneytinu sem hann stýrir.

En það er ekki nóg – til að tryggja að spillingin nái ekki að brjótast upp á yfirborðið verða hausar og hendur að fjúka – því Svartlyng-ættin passar upp á sitt … en ekki sína.

Svartlyng er glænýr sprenghlægilegur og blóðugur íslenskur farsi.

Svartlyng er fimmta verk GRAL en leikhópurinn hefur áður sett upp 21 manns saknað, grímuverðlaunaverkið Með horn á höfðiEndalok alheimsins og Eiðurinn og eitthvað eftir Guðberg Bergsson.

 

Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Þór Tulinius, Emilía Bergsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir.

Höfundur:  Guðmundur Brynjólfsson

Leikstjórn:  Bergur Þór Ingólfsson

Leikmynda- og búningahönnun:  Eva Vala Guðjónsdóttir

Ljósahönnun:  Magnús Arnar Sigurðsson

Sviðshreyfingar:  Valgerður Rúnarsdóttir

Framkvæmdastjórn: Sólveig Guðmundsóttir

Kynningarmál: Alexía Björg Jóhannesdóttir

Sviðstjórn: Hafliði Emil Barðason

Leikritið Svartlyng er sett upp með styrk frá Menntamálaráðuneytinu og Listamannalaunum

Miðasala á tix.is