ImageMiðvikudagskvöldið 7.júní kl. 20:00 verður fyrsti samlestur á leikriti sumarsins hjá Leikfélaginu Sýnum.  Einnig verður upplýst um tilhögun og skipulag. Leikið verður undir berum himni á höfuðborgarsvæðinu og farið í æfingabúðir og leikferð en til að byrja með verður lesið og æft inni við.

Sýnir hafa ráðið leikstjórann Guðjón Þorstein Pálmarsson (Denna) sem setti upp Stútungasögu með okkur í Heiðmörk fyrir tveimur árum. Hann ætlar nú að setja upp gamanleikinn Mávinn eftir Anton Tsjekhov.

Samlesturinn verður í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar í gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði.

Allir eru hvattir til að mæta, gamlir og nýir sem vilja stunda leiklist í sumar.