Alvöru menn snúa nú aftur á svið – eftir frábærar viðtökur á síðasta leikári. Hér er á ferðinni gamanleikur af bestu gerð með blöndu af uppistandi, söng og líkamlegum áhættuleik. Alvöru Menn eftir Glynn Nicholas og Scott Rankin hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt í Ástralíu árið 1999. Það er vinsælasta gamanleikrit Svíþjóðar í dag og er á leiðinni upp á West End í London í febrúar. Leikstjóri er Gunnar Helgason.

Verkið segir frá þeim Hákoni, Smára og Finni Snæ. Þeir eru allir háttsettir vinnufélagar en Guðmundur, eigandi fyrirtækisins tilkynnir þeim að þeir þurfi að fara á sólareyju til að endurskipuleggja fyrirtækið og það verði að reka einhvern. Ferðin verður því full af spennu, samkeppni og óvæntum uppákomum. Þeir þurfa að horfast í augu við lífshættulegar aðstæður jafnt sem sinn innri mann og má vart á milli sjá hvort er fyndnara.

Næstu sýningar verða:
Laugardaginn 8. september kl. 20
Föstudaginn 14. september kl. 21
Laugardaginn 15. september kl. 21

Leikarar eru Egill Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Guðjónsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson.