Year: 2011

Nemendaleikhúsið sýnir Jarðskjálfta í London

Föstudaginn 2. desember næstkomandi frumsýnir Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands verkið Jarðskjálftar í London eftir Mike Bartlett í Smiðjunni, Leikhúsi Listaháskóla Íslands að Sölvhólsgötu 13. Verkið er nú sett upp í fyrsta sinn á Íslandi í þýðingu Heiðars Sumarliðasonar og leikstjórn Halldórs E. Laxness. Í þessari mögnuðu rússíbanaferð þeytumst við um í tíma og rúmi frá 1968 til 2525 og aftur til baka. Ögrandi uppákomur, húmor og umfjöllunarefni sem á erindi við alla í dag. Sýningin fléttar saman tónlist, dans, og myndbandsverk sem á spennandi hátt fylla alla fleti leikhússins. Verkið var frumsýnt í National Theatre í London árið 2010 við frábærar...

Sjá meira

Salka Valka á svið í Borgarfirði

Í kvöld frumsýnir Umf. Dagrenning í Lundarreykjadal í Borgarfirði leikritið Sölku Völku í leikstjórn Jakobs S. Jónssonar. Er þetta þriðja verkið eftir Halldór Laxness sem félagið setur upp, en áður hefur verið tekist á við Sjálfstætt fólk og Íslandsklukkuna. Segja má að um afmælissýningu sé að ræða þar sem félagið fagnaði 100 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Um 30 manns taka þátt í sýningunni undir lifandi tónlist þar sem tekist er á við bæði gleði og sorg. Hægt er að nálgast upplýsingar um sýningar á www.salkavalka.is  ...

Sjá meira

Leitin að jólunum hefst 27. nóvember

Sjöundu aðventuna í röð sýnir Þjóðleikhúsið ævintýrið Leitina að jólunum. Að jafnaði verða þrjár sýningar hvern laugardag og sunnudag kl. 11, 13 og 14:30 allar helgar til jóla. Leitin að jólunum er eftir Þorvald Þorsteinsson og er sýningin ríkulega hljóðskreytt með tónlist Árna Egilssonar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. Sýningin var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á aðventunni 2005 og hlaut Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin sem barnasýning ársins árið 2006. Leitin að jólunum hefur alla tíð notið fádæma vinsælda og uppselt hefur verið á nær því hverja einustu sýningu frá því hún var fyrst sýnd. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka...

Sjá meira

Bjálfansbarnið og bræður hans á Ísafirði

Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt jólaleikrit í Listakaupstað á Ísafirði um helgina. Leikurinn heitir Bjálfansbarnið og bræður hans, og er sannkallað jólaævintýri fyrir alla fjölskylduna. Hér er sagt frá vestfirsku jólasveinunum sem hafa ekki sést í mannabyggðum í hundrað ár ef ekki meira. Þessir sveinar eru skrítnir og skondnir enda heita þeir undarlegum nöfnum á borð við Lækjaræsir, Refur, Froðusleikir, Langleggur, Baggalútur og svo auðvitað Bjálfansbarnið. Eitt er víst það verður mikið stuð þegar þessir vestfirsku jólasveinar koma aftur til byggða og líklegt að þeir muni mála bæinn rauðann að hætti jólasveina. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, skapari...

Sjá meira

Jesús litli snýr aftur á Litla sviðið

Jólin koma með guðspjalla trúðanna. Jesús litli hefur slegið rækilega í gegn síðustu tvö ár og fer nú aftur á svið fyrir jólin þriðja leikárið í röð, nk. laugardag 26.11.11. Jesús litli hlaut Menningarverðlaun DV 2009 og var valin besta leiksýning ársins á Grímunni vorið 2010. Jesús litli er nýsnúinn aftur úr leikferð til Spánar en sýnt var í Principal leikhúsinu í Vitoria á Spáni síðustu helgi sem hluti af hinni árlegu Alþjóðlegu Vitoria-leiklistarhátíð. Leikhúsið tekur 1000 manns í sæti og var uppselt á sýninguna. Sýningin tókst einstaklega vel og leikhópnum fagnað ákaft í sýningarlok og klappaður margsinnis upp. ...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 24 Apr: Lokað

Vörur

Nýtt og áhugavert