Nemendaleikhúsið sýnir Jarðskjálfta í London
Föstudaginn 2. desember næstkomandi frumsýnir Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands verkið Jarðskjálftar í London eftir Mike Bartlett í Smiðjunni, Leikhúsi Listaháskóla Íslands að Sölvhólsgötu 13. Verkið er nú sett upp í fyrsta sinn á Íslandi í þýðingu Heiðars Sumarliðasonar og leikstjórn Halldórs E. Laxness. Í þessari mögnuðu rússíbanaferð þeytumst við um í tíma og rúmi frá 1968 til 2525 og aftur til baka. Ögrandi uppákomur, húmor og umfjöllunarefni sem á erindi við alla í dag. Sýningin fléttar saman tónlist, dans, og myndbandsverk sem á spennandi hátt fylla alla fleti leikhússins. Verkið var frumsýnt í National Theatre í London árið 2010 við frábærar...
Sjá meira