Salka Valka á svið í Borgarfirði

Salka Valka á svið í Borgarfirði

Í kvöld frumsýnir Umf. Dagrenning í Lundarreykjadal í Borgarfirði leikritið Sölku Völku í leikstjórn Jakobs S. Jónssonar. Er þetta þriðja verkið eftir Halldór Laxness sem félagið setur upp, en áður hefur verið tekist á við Sjálfstætt fólk og Íslandsklukkuna. Segja má að um afmælissýningu sé að ræða þar sem félagið fagnaði 100 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Um 30 manns taka þátt í sýningunni undir lifandi tónlist þar sem tekist er á við bæði gleði og sorg.

Hægt er að nálgast upplýsingar um sýningar á www.salkavalka.is

 

{mos_fb_discuss:2}

0 Slökkt á athugasemdum við Salka Valka á svið í Borgarfirði 320 25 nóvember, 2011 Allar fréttir nóvember 25, 2011

Áskrift að Vikupósti

Karfa