Nú er æfingum að ljúka á vordagskrá Leikfélagsins. Um er að ræða ellefu einþáttunga sem félagsmenn sjálfir hafa skrifað. Efni leikritanna er fjölbreytt og spannar allt frá léttu gríni til djúpra meininga.  Uppfærslan nefnist Glefsur en höfundar eru þau María Guðmundsdóttir og Pétur R. Pétursson. Leikstjórar eru þær Bóel Hallgrímsdóttir, Guðný María Jónsdóttir og Ólöf A. Þórðardóttir. Glefsur verða frumsýndar föstudaginn 9. apríl klukkan 21 í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ.

Samnefnari einþáttunganna er að þeir glefsa í áhorfandann og skilja oftar en ekki spurningar frekar en svör. Sýningar verða síðan á sunnudögum í vor. Hægt er að panta miða í síma 566 7788.

{mos_fb_discuss:2}