Gel Foam frá Kryolan. Ætlað til að búa til viðbætur í andlit, s.s. nef, kinnbein, enni, hökur o.þ.h. Þetta eru kubbar úr gelatini sem hita þarf í örbylgjuofni. Þegar efnið er uppleyst og farið að bólgna út er því hellt í mót, látið kólna og síðan losað varlega. Það er nauðsynlegt að púðra efnið vel svo það klístrist ekki saman. 50 gr. kubbur kostar 2.134.-.
Leikhúsbúiðn er við Kleppsmýrarveg 8, 104 Reykjavík og er opin alla virka daga frá 9-13 og sendir hvert á land sem er. Pantaðu í síma 5516974 eða með tölvupósti í netfangið info@leiklist.is
Tilbúnar viðbætur eru límdar á með skegglími, púðraðar og svo farðaðar. Losið varlega, notið límeyði í eyrnapinna til að rífa efnið ekki. Gelatínið má bræða upp aftur og aftur. Og athugið að bera þarf einhvers konar Separator Sprey inn í mótin svo allt sitji ekki fast í þeim.
Hér eru ágætar upplýsingar um notkun: http://www.fxwarehouse.info/gel_foam_cubes.shtml
Innihaldsefni: Glycerin, Gelantin, Sodium Lauryl Sulfate, Rayon, Aqua, Methylparaben, Propylparaben, CI 16255, CI 19140.