Föstudagskvöldið 12. febrúar frumsýnir Leikdeild ungmennafélags Biskupstungna í Aratungu, leikritið Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Æfingar hafa staðið yfir síðan í byrjun janúar og nú er sem sagt komið að því.  Leikurinn gerist í kringum aldamótin 1900 og segir frá samskiptum prestsins og hans fólks á Hvammi og kotunganna á Útnára. Einnig kemur við sögu Úlfljótur digri, sem vantar konu og hefur augastað á annarri prestsdótturinni eða jafnvel báðum.

Næstu sýningar verða: 14., 17., 19., 20., 24., 26. og 27, febrúar. Á undan sýningumer boðið upp á léttan leikhúsmatseðil á Kaffi Kletti í Reykholti, þar er einnig hægt að nálgast miða á sýninguna og leikskrá.

{mos_fb_discuss:2}