Um safnið:
Leikritasafn BÍL er stærsta safn leikrita á íslensku. Safnið er afrakstur vinnu starfsmanna Bandalags íslenskra leikfélaga í hartnær 70 ár. Reglulega bætast ný leikrit við safnið sem nú telur á fimmta þúsund titla. 

Handrit að láni:

Hægt er að fá rafræn handrit að láni úr safninu. Hægt er að koma við á Þjónustumiðstöð BÍL að Kleppsmýrarvegi 8 til að skoða/lesa handrit á staðnum. Einnig er hægt að panta handrit í tölvupósti í netfangið info@leiklist.is.

Um rafræn handrit:

Rafræn handrit úr Leikritasafninu eru einungis ætluð viðtakanda. Viðtakandi skuldbindur sig til að dreifa því ekki rafrænt eða á annan hátt, utan þess verkefnis sem unnið er við.
Rafræn handrit eru vatnsmerkt með kóða sem tengdur er viðtakanda í skráningarkerfi Leikritasafnsins.

Lán á handriti þýðir EKKI að sýningaleyfi sé til staðar!

Ávallt skal sækja sérstaklega um leyfi til sýninga.