Leikfélag Mosfellssveitar býður upp á leiklistarnámskeið fyrir eldri unglinga og fullorðna í febrúar og mars. Námskeiðin standa yfir í fimm vikur. Annars vegar er boðið upp á námskeið fyrir 16-18 ára, einu sinni í viku frá 24. feb. – 24. mars og hins vegar 19 ára og eldri, tvisvar í viku 24. feb. – 24. mars. Kennari er Elísabet Skagfjörð leikkona. Námskeiðsgjald fyrir unglinga er 10.000 kr. en fyrir fullorðna 20.000 kr.
Á námskeiðunum verður unnið með karaktersköpun og senuvinnu. Unnið verður með ýmsar senur úr leikritum og bíómyndum í pörum og stærri hópum. Einnig verður unnið með stutt eintöl. Nemendur læra að greina senur og öðlast allskyns tæki og tól til að nálgast þær. Markmið námskeiðanna er að auka skilning og þekkingu nemenda á leikritun, auka sjálfstæði, samvinnu og efla sjálfstraust þeirra í leiklist.
Skráning er á leikmos@gmail.com. Nánari upplýsingar á Facebooksíðu félagsins.