Aðalfundur Leikfélags Ölfuss verður haldinn í stofu 14, Grunnskólanum í Þorlákshöfn þriðjudaginn 10. júní kl. 20:00. Auk aðalfundarstarfa verða verkefni leikársins rædd og tekið fagnandi á móti nýjum félögum. Þeir sem verða 18 ára á árinu geta gengið í félagið og að sjálfsögðu allir aðrir sem eldri eru og áhuga hafa á leiklist.

Dagskrá fundar:
1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.      Skýrsla stjórnar
3.      Skýrsla gjaldkera og afgreiðsla reikninga
4.      Inntaka nýrra félaga.
5.      Kosning stjórnar
6.      Lagabreytingar
7.      Árgjald
8.      Næsta leikár
9.      Önnur mál
10.    Fundarslit

Leikfélag Ölfuss var stofnað haustið 2005 og hefur síðan þá sett upp 9 stórar sýningar auk þess sem félagið hefur tekið þátt í fjölmörgum uppákomum og smærri verkefnum. Félagið hefur vaxið og dafnað með hverju árinu og virkum félögum fjölgað jafnt og þétt. Góður andi og áhugasemi einkenna þennan félagsskap og markmiðið er alltaf að skemmta sjálfum sér og öðrum og auka fjölbreytni í menningu í Þorlákshöfn.

Allir velkomnir á aðalfund
Stjórnin