Laugardaginn 31. október frumsýnir unglingadeild Leikfélags Keflavíkur söngleikinn Bugsy Malone í leikstjórn Ingólfs Níelsar Árnasonar. Æfingar hafa staðið yfir undanfarnar sex vikur en alls taka um 60 unglingar þátt í þessari skemmtilegu sýningu.
Leikfélagið setur á hverju ári upp tvær metnaðarfullar sýningar og þessi er þar engin undantekning. Mikil gróska er í öllu leiklistarstarfi hér á svæðinu og áhuginn mikill hjá unglingum. Það er einlæg ósk þeirra sem halda um stjórnartaumana hjá Leikfélagi Keflavíkur að bæjarbúar komi og sjái þennan öfluga unglingahóp takast á við þetta metnaðarfulla verkefni.
{mos_fb_discuss:2}