Álfabörnin Þorri og Þura ætla að kíkja í heimsókn í Bæjarleikhúsið í Mosfellsbæ um jólin með glænýja jólasýningu. Þorri og Þura hafa í nógu að snúast við að undirbúa jólin, pakka inn gjöfum, skreyta og skrifa jólakort þegar þau finna Kertasníki sjálfan steinrotaðan fyrir utan gluggan þeirra með gjafirnar handa öllum börnunum á Íslandi. Upp hefst mikið ævintýri þar sem Þorri og Þura hjálpa Kertasníki að komast á kreik og bjarga jólagjöfunum sem týndust.

Sýningin er hugsuð fyrir yngstu börnin og er um 40 mínútur. Eftir sýninguna fá allir krakkarnir í salnum póstkort með mynd af álfunum, álfaglimmer og foreldrar meiga taka eins margar myndir og þeir vilja. Hægt er að fá sent gjafabréf í tölvupósti (tilvalið í skóinn!).

Sýningin er full af skemmtilegum lögum, bæði frumsömdum og sígildum jólalögum. Álfabörnin heimsóttu leikhúsið líka í fyrra og komust færri að en vildu.

Aðeins tvær sýningar
21. des. kl. 18.00
22. des. kl. 18.00

Miðapantanir eru á alfaheimur@gmail.com eða síma 692 7408 og miðaverð er einungis 1.000 kr.

{mos_fb_discuss:2}