Leikfélag Hofsóss frumsýnir Gullregn eftir Ragnar Bragason í Höfðaborg á Hofsósi fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:30. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson. 

Leikritið Gullregn segir frá Indíönu Georgíu Jónsdóttur, öryrkja í Fellahverfinu. Það stendur að vísu ekki mjög vel á hjá Indíönu þessa dagana, fulltrúi umhverfisráðuneytisins er nýbúinn að heimsækja hana og flytja henni óþægilegar fréttir sem valda uppnámi. Blokkin sem hún býr í er að fyllast af útlendum lýð og sú gula á efri hæðinni gerir henni lífið leitt. Sonur hennar, sem hún hefur lifað fyrir og ofverndað alla hans ævi, er fluttur að heiman og farinn að búa í blokk í Engihjallanum og hættur að lúta hennar vilja í einu og öllu þannig að Indíönu finnst hún hálfpartinn vera sett til hliðar. Það væri nú kannski í lagi, en þegar við allt hitt bætist að hann er kominn með kærustu, ekki vandaða íslenska stúlku, heldur pólskan innflytjenda, þá er óhætt að segja að hrikti í veröld Indíönu og hún viti ekki alveg hvernig hún á að höndla þennan nýja veruleika sem við blasir.  

Hlutverkin í leikritinu eru átta talsins og eru í höndum sjö leikara.

Sýningar verða sem hér segir:

Frumsýning fimmtudag 4. apríl kl. 20:30
2. sýning  föstudag 5. apríl kl. 20:30
3. sýning sunnudag 7. apríl  kl. 20:30
4. sýning mánudag 8. apríl kl. 20:30
5. sýning miðvikudag 10. apríl kl. 19:00
6. sýning þriðjudag 16. apríl kl. 20:30
7. sýning miðvikudag 17. apríl kl. 20:30
8. sýning fimmtudag 18. apríl kl. 22:00
Lokasýning laugardag 20. apríl kl. 20:30

ENGAR AUKASÝNINGAR!

Miðaverð: Fullorðnir 3.500 kr.
Ellilífeyrisþegar 3.000 kr.
Börn 6-14 ára 2.500 kr.

Miðapantanir í s. 856-5844