Leiksýningin Stóru börnin, eftir Lilju Sigurðardóttur, sem frumsýnd var 2. nóvember síðastliðinn og naut gríðarlega vinsælda gagnrýnenda sem áhorfenda, snýr aftur í Tjarnarbíó í mars vegna mikillar eftirspurnar. Þremur aukasýningum hefur verið bætt við, nánar tiltekið 20., 21. og 22. mars. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda og var meðal annars valin leiksýning haustsins af Símoni Birgissyni í Djöflaeyjunni. Þá gaf Jón Viðar Jónsson sýningunni fjórar stjörnur og valdi Rúnar Guðbrandsson leikstjóra ársins.

Lúkas er í uppsetningu leikhópsins Aldrei óstelandi. Sýningin fékk fjórar stjörnur í Morgunblaðinu og DV og Þorgerður E. Sigurðardóttir sagði í Víðsjá að sýningin væri “ein sú besta sem rataði á svið á því herrans ári 2013”. Aukasýningarnar verða aðeins þrjár, 5., 9. og 16. mars.

Lúkas er tíður matargestur á heimili þeirra hjóna Sólveigar og Ágústar en líf þeirra virðist snúast um þessar heimsóknir. Þau dýrka Lúkas og leggja sig í líma við að gera honum til hæfis en Lúkas er hverflyndur og leikur sér að þeim líkt og köttur að mús og þau lifa í stanslausum ótta við refsingu.

Leikritið Lúkas var fyrst frumsýnt árið 1975 og vakti strax mikla athygli. Þörfin fyrir að drottna yfir annarri manneskju virðist vera fylgifiskur mannlegrar tilveru. Kúgun og meðvirkni á sér ótal birtingarmyndir hvort sem litið er til einkasambanda tveggja aðila eða kúgunar og meðvirkni heillar þjóðar.

Frekari upplýsingar og miðasala á http://tjarnarbio.is/?id=841.