Þann 5. janúar frumsýnir leikhópurinn Fullt hús leikritið Póker eftir Patrick Marber í Tjarnarbíói. Póker (Dealer’s Choice) hefur farið sigurförum um allt Bretland og Bandaríkin og unnið til margra verðlauna. T.d. Besta West End leikritið valið af samtökum leikskálda árið 1995 og var einnig valinn besti gamanleikurinn sama ár af Evening Standard. Leikstjóri er Valdimar Örn Flygenring en Jón Stefán Sigurðsson þýddi verkið.

Póker er svört kómedía sem kafar í heim karlmennsku, valdatafls, pókerspilamennsku, keppnisanda, fíknar og kennir öllum að þú skalt ávallt spila með andstæðinginn en ekki spilin sjálf sama hvað er í hvað er í húfi. Þetta er bráðskemmtilegt verk sem samsvarar mjög vel því sem er að gerast í samfélaginu í dag.

Leikarar eru Jón Stefán Sigurðsson, Ellert A. Ingimundarson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Magnús Guðmundsson, Finnbogi Þorkell Jónsson og Ingi Hrafn Hilmarsson.

Frekari upplýsingar: http://www.fullthus.net

Sýnt í Tjarnarbíó:
5. Janúar kl 20.00 (frumsýning)
6. Janúar kl 20.00
7. Janúar kl. 20.00
12. Janúar kl. 20.00
13. Janúar kl. 20.00

Miðasala:

http://www.midi.is, midasala@tjarnarbio.is eða í síma: 5272102

{mos_fb_discuss:2}