–  Fimm ára börnum boðið á leiksýningu.

Nú í október mun Þjóðleikhúsið leggja land undir fót og bjóða börnum víðsvegar um landið að njóta hinnar feykivinsælu Sögustundar. Þjóðleikhúsið hefur undanfarin sjö ár boðið börnum í elstu deildum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu árlega í leikhúsið, til að njóta leiksýninga sem nefnast Sögustund.

Þjóðleikhúsið er leikhús allra landsmanna og þess vegna hefur verið ákveðið að fara með Sögustundina í leikferð og gefa börnum á landsbyggðinni tækifæri á að kynnast töfraheimi leikhússins. Í sýningunni kemur fram brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik ásamt brúðum sínum en umsjón hefur Þórhallur Sigurðsson leikstjóri.

Leikferðin hefst með heimsókn til Vestmannaeyja þann 20. október þar sem tekið verður á móti börnum í leikhúsi bæjarins. Í kjölfarið verða aðrir landshlutar heimsóttir.

Með Sögustund vill Þjóðleikhúsið leggja sitt af mörkum til að kynna börnum heim leikhússins, því leikhúsferðir geta veitt ungum sem öldnum mikla gleði, örvað þroska og eflt hæfileika til að takast á við lífið og tilfinningar okkar.

Sýnt verður á þessum stöðum:
Vestmannaeyjum, 20. október í Leikhúsinu

Ísafirði, 22. október í Edinborgarhúsinu

Selfossi, 23. október í Litla leikhúsinu

Egilsstöðum, 27. október í Valaskjálf

Akureyri, 30. október  í Hofi

Nánari upplýsingar veita:

Sigurlaug Þorsteinsdóttir markaðsstjóri, sigurlaug@leikhusid.is

Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og umsjónarmaður barnastarfs, thorhallur@leikhusid.is