Leikfélag Patreksfjarðar blæs til gleðikvölda einu sinni í mánuði í vetur og verður það í formi söng- og spurningakeppni. Hið fyrsta verður haldið þann 14. nóvember næstkomandi. Kvöldið hefst á spurningakeppninni og síðan tekur karókíkeppni við. Hver keppandi getur einungis keppt fyrir eitt lið.

LP hvetur hópa, hvort sem það er vinnustaðahópur (það er ekki skilyrði að allir keppendur séu frá viðkomandi fyrirtæki, það má fá lánaðan keppanda annars staðar frá), saumaklúbbur, vinahópur, heilsuhópur, matarklúbbur, sjósundshópur, spilaklúbbur, kaffikallahópur, áhöfn á báti eða flugvél, prjónaklúbbur, spólur, bílaáhugahópur, laxveiðihópur, félagahópur (kvenfélagið, lions, slysavarnardeildin, björgunarsveitin o.s.frv.) hundaeigendahópur eða hvað sem fólki dettur í hug, til þess að skrá sig og taka þátt.

Keppnin er tvískipt: Hver hópur verður að skipa þrjá til fjóra keppendur og einn af þeim keppir í söng, hinir (eða allir) í spurningakeppni (með léttu ívafi). Lágmarksaldur keppenda er 16 ár (yngri en 18 ára verða þó að vera í fylgd með foreldri).

Æfingakvöld fyrir þá sem ætla að syngja eru fyrirhuguð 6. eða 7.nóvember og síðan verða fleiri æfingakvöld í vikunni fyrir keppni. Nánar auglýst síðar.  Hvetjum alla Patreksfirðinga, Tálknfirðinga, Bílddælinga, Barðstrendinga og Rauðsendinga til að vera með!

Tekið er við skráningu í síma 8666822 eða hjá Fanneyju Sif – Sælukjallaranum.

{mos_fb_discuss:3}