Á Safnanótt verður Leikminjasafn Íslands með dagskrá í Iðnó þar sem fjallað verður um sönglög í íslenskum leikritum. Um lifandi tónlistarflutning að ræða en einnig verður leikin hljóðrituð tónlist og nokkrir reynsluboltar leggja orð í belg.

Dagskrá:
Kl. 19:00 Leikin lög úr ýmsum leikritum og söngleikjum. Þátttakendur í spjallborði eru Jón Ólafsson og Ólafur Haukur Símonarson
Kl. 20:00 Leikhústríóið leikur sönglög úr leikritum frá tímabilinu 1858-2016
Kl. 20:45 Tónlist í íslenskum revíum. Þátttakandi í spjallborði er Una Margrét Jónsdóttir
Kl. 21:15 Leikhústríóið leikur sönglög úr leikritum frá tímabilinu 1858-2016
Kl. 22:00 Leikin lög úr ýmsum leikritum og söngleikjum, þar á meðal eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Þátttakandi í spjallborði er Kolbrún Halldórsdóttir
Kl. 23:00 Lok

Leikhústríóið:
Pálmi Sigurhjartarson – píanó og söngur
Unnur Birna Björnsdóttir – söngur og fiðla
Þór Breiðfjörð – söngur

Þáttakendur í spjallborði:
Jón Ólafsson, söngvaskáld, tónlistarmaður og tónlistarstjóri
Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri
Ólafur Haukur Símonarson leik- og söngvaskáld
Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður

Kynnir og stjórnandi í spjallborðum er Benóný Ægisson