Óhætt er að segja að félagsheimilið á Hólmavík hafi iðað af tónlist, lífi, leik og fjöri undanfarnar vikur en þar hafa mætt ýmsar furðupersónur til að taka þátt í Skilaboðaskjóðunni, en hún verður frumsýnd laugardaginn 5. apríl. Þetta skemmtilega verk er eftir Þorvald Þorsteinsson og tónlist eftir Jóhann G. Jóhannsson og var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1993.

Uppsetningin er í samstarfi Grunn- og tónskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og er þetta 6. samstarfsverkefnið frá árinu 2000. Leikstjóri er Esther Ösp Valdimarsdóttir og tónlistarstjórn er í höndum Hildar Heimisdóttur. Leikarar eru fjölmargir nemendur úr 8.-10 bekk grunnskólans og úr dreifnámsdeild F.Nv á Hólmavík. Tryggið ykkur miða sem fyrst á þessa skemmtilegu sýningu en sýningar eru sem hér segir:

Frumsýning 5. apríl kl. 14.00
2. sýning 6. apríl kl. 14.00
3. sýning 9. apríl kl. 19.00
4. sýning páskadag 20. apríl kl. 19.00
5. og lokasýning 2. páskadag 21. apríl kl. 14.00

Miðapantanir eru hjá Ester miðasölustjóra í síma 693-3474