Uppsprettan, breytt tímasetning

Uppsprettan, breytt tímasetning

Uppsprettan hefur, undanfarin þriðjudagskvöld, staðið fyrir upplestrarröð á nýjum íslenskum verkum í Tjarnarbíói. Leiklestrarnir eru unnir í samstarfi við Árna Kristjánsson leikstjóra. Verkin, sem eru í fullri lengd, eru afrakstur leikritunarnámskeiðs sem Árni stóð fyrir í Tjarnarbíói í haust.

Nú er komið að þriðja verkinu sem lesið og í þetta sinn verður leiklesturinn á fimmtudagskvöldið 12. febrúar.

Verkið kallast Múrsteinakonan og fjallar um hvernig sagan getur endurtekið sig í gegnum kynslóðir og sjáum við hvernig nokkrar kynslóðir í kvenlegg takast á við erfiðleika sem virðast ætla að erfast.

Leikarar eru Salóme R. Gunnarsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Sesselía Ólafsdóttir og Halla Margrét Jóhannesdóttir

Flutningurinn hefst kl. 20:30 í Tjarnarbíói.

 

 

0 Slökkt á athugasemdum við Uppsprettan, breytt tímasetning 606 11 febrúar, 2015 Allar fréttir febrúar 11, 2015

Áskrift að Vikupósti

Karfa