„Þegar hátíð fer í hönd, búa menn sig undir hana, hver á sína vísu.“

Þannig hefst saga Gunnars Gunnarssonar, Aðventa. Bókin kom út árið 1939 og er hún sú saga Gunnars sem víðast og oftast hefur verið gefin út. Hér er sagt frá svaðilförum vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetraríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið.

Sagan byggir á  frásögnum af frægum svaðilförum Benedikts Sigurjónssonar,  öðru nafni Fjalla-Bensa, á Mývatnsöræfum. 
Hér er á ferðinni klassísk saga um náungakærleika og fórnfýsi.

Leikari í sýningunni er Pétur Eggerz

Leikstjóri og höfundur leikgerðar: Alda Arnardóttir

Tónlist og hljóðmynd: Kristján Guðjónsson

Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir

Sýningin fer fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 
miðvikudaginn 9. desember kl. 20.00

Aðgangseyrir: Kr. 2.000.-

Miðasala fer fram í síma s. 562 2669, 897 1813 og á moguleikuhusid@moguleikuhusid.is
www.moguleikhusid.is